Mig langar að deila með ykkur nokkrum ástarljóðum :)

Fæ ég ekki að faðma þig ?




Fæ ég ekki að faðma þig ?
flest trúi eg drengi bagi.
Ástin lætur innan um mig
eins og naut í flagi!

Fæ ég ekki að faðma þig.
foldin sjóar birtu?
Ástin stekkur innan um mig
eind og fló í skyrtu!

Fæ ég ekki að faðma þig ?
fleins það bagar draugi.
Ástin rótar innan um mig
eins og svín í hangi

Fæ ég ekki að faðma þig.
falda blóminn ljósi?
Ástin drynur innan um mig
eins og kýr í fjósi!

Fæ ég ekki að faðma þig?
Flest vill afla þrauta.
Ástin hvirflar innan um mig
eins og þyrill flauta.

             Sigurður Pétursson





Stökur


Augað mitt og augað þitt
og þá fögru steina,
mitt er þitt og þitt er mitt,
þú veist hvað ég meina

Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
             
               
                Vatnsenda-Rósa




Staka


Meðan hnígur heitt í mér
hjartablóðið rauða
einni skal ég unna þér,
eins í lífi og dauða.


             Erlendur Gottskálksson



Stökur


Ástin hefur hýrar brár,
en hendur sundurleitar,
ein er mjúk, en önnur sár,
en þó báðar heitar.

Þegar ég tók í hrunda hönd
með hægu glingri,
fannst mér þegar eg var yngri
eldur loga á hverjum fingri.


                 Sigurður Breiðfjörð


Ferðalok


Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg.
En anda sem unnast
fær aldregi
eilífð að skilið.


             Jónas Hallgrímsson



Staka


Nú kveð ég einskis örvænt meir
undir sólar grundu,
síðan mættust munnar tveir
minn og þinn fyrir stundu.

             
            Gísli Brynjúlfsson



Mótsagnir


Ásr er föstum áþekk tind,
ást er veik sem bóls,
ást er fædd og alin blind,
ást sér gegnum hóla.


             Steingrímur Thorsteinsson



Karl og Kona


Karlmanns þrá er vitum vér,
vefja svanna í fangi.
Kvennmanns þráin einkum er:
að hann til þess lingi.


        Hannes Hafstein



Amor


Amor, ég efast ei lengur
um að þú, ljúfi, ert blindur:
Þangað flaug örin þín enn
öllum sem gegndi það verst.


        Hulda


Æskuást


Ég er eins og kirkja á öræfa tindi,
svo auð sem við hinsta dauða,
þó brosir hun helga Maríumynd
þín minning frá vegginum auða.

Sakleysið hreint eins og helgilín
var hjúpur fegurðar þinnar,
sem reykelsisilmur var ást þín
á altari sálar minnar.


Þú hvarfst mér og burtu ég í fjarska fór
en fannþig þó hvert sem ég sneri,
sem titrandi óm í auðum kór
og angan úr tómu keri.


        Jónas Guðlaugsson



Úr seytjánda maí


Ó, góða, þú manst, hvað gerðist
í geislaflóði svo ung og ölvuð
af angan frá dagsins hjarta.

Og stundum og æskan var okkar
og eldur í breytni og svörum.
Við mættumst aftur og aftur
með æskunnar rétt til að banna.
Við, erfingjar gleðinnar óðals,
við áttum þrótt til að kunna.

Og enn finnst mér hræðileg heimska
hlálega saman eiga,
að æskan er sólelsk og síþyrst
og samt má hún ekki teyga.

Við gleymdum eldgömlum öfgum
við angan líðandi stundar.
Við eignuðumst minningaeldinn,
er aldrei á sálunum blundar.

En löngu er þetta liðið,
og leiðir að fullu skildu.
Við óskuðum bæði annars,
en örlögin þetta vildu.

        
        Stefán frá Hvítadal



Ég er aumingi


Ég er mikið mæðugrey
má því sáran gráta
af því forðum ungra mey
unni ég framúr máta.

Aldrei sé ég aftur þá,
sem unni ég í bernskuhögum.
Bakvið fjöllin blá og há
bíður hún öllum dögum.

Ef ég kæmist eitthvert sinn
yfir fjallasalinn,
svifi ég til þín,
með sólkin niðrí dalinn.

En ef ég kemst nú ekki fet,
elskulega stína!
ég skal éta einsog ket
endurminning þína.


        Þórbergur Þórðarson



Staka


Yndi það sem ást þín skóp
er minn stærsti hagur.
Vanti þig í vinahóp
verður langur dagur.


        Guðlaug Bjartmarsdóttir


Eirðarlaus


Um dýrð var mig farið að dreyma.
Hvar dvelst þér ? - á leiðinni? - heima ?

Hvert andartak verður að ári,
hver einasta hugsun að sári,
hver tilfinning að tári.

Nú hefur stefnumótasstundin
stolist í eilífðarblundinn.

Þú mátt hugstríð mitt hundraðfalda
og helvítiskvölum valda
hjartanu um aldir alda.

Þín vegna er ljúft að líða
elska og bana bíða.


        Davíð Stefánsson



Í djúpum míns hjarta


Í djúpum míns hjarta er örlítið leynihólf innst,
sem opnast af skyndingu þegar mig varir minnst,
og hugskotsins ayga með undrun og fögnuði sér
eitt andartak birtast þar mynd síðab forðum af þér.

Ég sá þig í morgyn, og mjög varst þú orðin breytt,
svo myndin gat tæplega heitið að líktist þér neitt,
við hverfulleik blómsins og aldursins viðurstyggð.

En aftur er myndin mér auðsýnd jafn björt og jafn skýr,
og aldrei hefur húnfyrr verið mér svona dýr,
því æskan þín horfna og ást mín sem forðum var
er í henni varðveitt, og hvergi til nema þar.


            Jón Helgason


Í fylgd með þér


Vorið
sínu laufsprota
á ljórann ber.
Ég fer
á fund við ástina
í fylgd með þér
og er
aldrei síðan
með sjálfum mér.


        Þorgeir Sveinbjarnarson



Malbik


Undir hundruðum járnaðra hæla
dreymdi mig drauminnum þig,
sem gengur eitt haustkvöld
í hljóðum trega
dúnléttum sporum
hinn dimmleita stig,
dúnléttum sporum veg allra vega
og þú veist að ég elska þig.


        Steinn Steinarr


Ástarjátning


Ég veit ekki hvort þér fer betur
skyrta gyðjunnar eða pilsnornarinnar
en fegurst ertu ber

Ég elska þig af öllum kirtlum
og öllum rafmagni
í taugum mínum og heilaberki

Ef þú svíkur mig ferst ég
úr sjálsástarsorg


        dagur Sigurðarson


Myndir

Að vera til og
finna til og
elska

að steja enni við enni þitt og
hendur við eyru þín

að ýta tungu í nefbroddinn og
segjast elska þig


        Vilmundur Gylfason



Ef...


Ef þú væruir hlutafélag
keypti ég hlutabréf

Ef þú værir fótboltalið
héldi ég með því

Ef þú værir kvikmynd
myndi ég sjá hana
aftur og aftur


Stefán Snævarr


ok ég er einmanna Blush ég er í ástarsorg og verð bra að fá að tjá mig og ég veit ekki ég bra að fór að skrfia niður ástarljóð og ég fann mig í sumum en sumum ekki þannig kannski nýtast þau einhverjum þarna úti sem eru in love, vá hvað ég öfunda þau sem eru in love að elska einhvern/einhverja og vera elskaður til baka frá aðlanum sem maður elskar og maður gerir allt til að vera með og gagnkvæmt en já þetta er svona sumir eru heppnir sumir ekki, en já ok núna ætla ég að fara að horfa á Friends sem ég ærtlaði að gera áðan Errm
boj

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband